Skóla- og frístundaráð viðurkennir árlega meistaraverkefni á háskólastigi í leikskólakennara-, grunnskólakennara- og tómstundafræðum sem eru unnin á vettvangi skóla- og frístundastarfs í Reykjavík og hafa hagnýtt gildi fyrir framþróun í formlegu og óformlegu námi barna og unglinga. 

Árlega fá allt að tólf verkefni viðurkenningu og mun verðlaunafé nema 250.000 kr. fyrir sérhvert þeirra.

Þeir meistaranemar sem óska eftir að koma til álita þurfa að skila inn meistaraverkefnum fyrir 1. júní ár hvert  ásamt umsögnum prófdómara og rökstuðningi fyrir hagnýtingu verkefnis fyrir skóla- og frístundastarf í Reykjavík. Vorið 2021 var umsóknarfrestur framlengdur til 20. júní. 

Eingöngu verða veittar viðurkenningar fyrir meistaraverkefni sem lokið var eða skilað inn á tímabilinu 1. júní til 31.maí á undangengnu námsári.

Fjögurra manna dómnefnd skipuð sérfræðingum í starfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs metur verkefnin til viðurkenningar.

Markmið þessara viðurkenninga er að auka hagnýtingu rannsókna í leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi í Reykjavík, vekja athygli á skóla- og frístundastarfi í borginni og hvetja meistaranema til að gera Reykjavík að vettvangi rannsókna, náms og starfs.

Sjá auglýsingu vegna viðurkenninga

Sjá umsóknareyðublað.