Hvað er vinnustaðanám?

Vinnustaðanám er námskeið fyrir unga atvinnuleitendur þar sem þeir öðlast starfsreynslu og fá þjálfun hjá fyrirtækjum og stofnunum. Námskeiðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18-29 ára og er samvinnuverkefni Hins Hússins og Vinnumálastofnunar.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir unga atvinnuleitendur á aldrinum 18 - 29 ára sem eru á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun.

Hvað er gert á námskeiðinu?

Námskeiðið er í heildina 8 vikur og er þannig uppbyggt að fyrstu 4 vikurnar koma þátttakendur á undirbúningsnámskeið í Hinu Húsinu kl. 10-13 mánudaga - fimmtudaga. Þátttakendur fá létta morgunhressingu meðan á námskeiðinu stendur. Í fjórðu vikunni er valinn starfsstaður í samráði við þátttakandann, þar sem áhugasvið, menntun og reynsla er höfð til hliðsjónar. Á seinni 4 vikunum fara þátttakendur í starfsþjálfun á vinnustað.

Á undirbúningsnámskeiðinu er m.a. farið í :

· Tækifæri á vinnumarkaði

· Umsóknarbréf

· Markmiðasetningu

· Vellíðan og virka atvinnuleit

· Áhugasvið og styrkleika

· Ferilskrá

· Atvinnuviðtalið – hvernig kem ég mér á framfæri?

Að loknu undirbúningsnámskeiði fá þátttakendur tækifæri til að öðlast starfsreynslu og fá þjálfun hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þannig gefst þeim möguleiki á að fá meðmæli sem getur nýst vel við atvinnuleitina, tengslanet þeirra víkkar og í mörgum tilfellum hefur starfsþjálfunin leitt til áframhaldandi ráðningar á vinnustaðnum.

Hvernig er sótt um?

Umsóknir um Vinnustaðanámskeið fara í gegnum Vinnumálastofnun.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Til að fá nánari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á netfangið hitthusid@hitthusid.is.

eða í síma 411 5500.