Fyrir hverja er verkefnið Starfandi?

Verkefnið Starfandi er ætlað þeim sem lokið hafa Starfskrafti, ungu fólki á aldrinum 18 - 20 ára og búsett er í Reykjavík.

Hvar er þjónustan sótt?

Sjálfstyrking og ráðgjöf er veitt í húsnæði Námsflokka Reykjavíkur á Suðurlandsbraut 32 (2. hæð).
Starfsþjálfun fer fram á vinnustöðum. Reynt er eftir megni að finna vinnustaði sem þátttakendur kjósa.

Fyrirkomulag

Hópurinn mætir einu sinni í viku í sjálfstyrkingu meðfram námi, vinnu eða starfsþjálfun. Þeim stendur til boða að fara í starfsþjálfun 4 daga vikunnar allt að 6 tíma á dag. Greitt er fyrir störf þátttakenda þá daga sem starfsþjálfunin fer fram. Að verkefninu loknu eiga þátttakendur að hafa kynnst sjálfum sér betur, styrkleikum og veikleikum og standa því sterkari gagnvart þeim verkefnum sem þeir eru að fást við. Þá hafa þátttakendur einnig aukið við reynslu sína af vinnumarkaði sem gæti hjálpað þeim að útvega sér vinnu.

Hvernig er fræðslan samsett?

Fræðslan er samsett af sjálfseflingu, námstækni og starfsfræðslu.

Fyrirspurnir og ábendingar

Nánari upplýsingar veita Jódís Káradóttir, náms- og starfsráðgjafi og umsjónarmaður verkefnisins gegnum netfangið jodis.karadottir@rvkskolar.is og Iðunn Antonsdóttir, forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur gegnum netfangið idunn.antonsdottir@rvkskolar.is Upplýsingar eru veittar í síma 411 6540 og farsíma 664 8606.

Umsóknir þurfa að fara í gegnum þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar

Nánari upplýsingar um staðsetningu og afgreiðslutíma þjónustumiðstöðvanna má finna hér:

Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar.