Hvernig er sótt um skammtímadvöl?

Skammtímadvalir eru hluti af stuðningsþjónustu við fatlað fólk.

Hér má nálgast allar upplýsingar um skilyrði og umsóknarferla

 

Hvernig þjónusta er í boði á skammtímadvölum?

Almennt markmið með skammtímadvöl er að gefa fötluðum börnum og ungmennum kost á að dvelja tímabundið utan heimilis síns þegar um er að ræða miklar stuðningsþarfir umfram jafnaldra og til að styðja við fjölskyldu barnsins. Stuðningur í skammtímadvöl getur verið allt frá hluta úr degi og í allt að 15 sólarhringar í mánuði. Skammtímadvalir eru staðsettar víðsvegar um borgina og hver og ein hefur ákveðna sérstöðu sem m.a. byggir á aldri og þjónustuþörf notenda. Meðan á dvöl stendur fá börnin aðstoð og aðhald við sín daglegu verkefni og njóta umönnunar og afþreyingar.

Heimilt er að veita þeim sem orðnir eru 18 ára og búa í foreldrahúsum áframhaldandi skammtímadvöl á meðan beðið er eftir annars konar stuðningi.

 

Skammtímadvalir Reykjavíkurborgar

  • Álfaland
  • Árland
  • Eikjuvogur
  • Holtavegur
  • Hólaberg
  • Bæjarflöt (helgarskammtímavistun) 

 

SkaHm 

SkaHm er vettvangur fyrir börn með alvarleg hegðunar- og þroskafrávik þar sem þau og fjölskylda þeirra fá heildstæðan stuðning og ráðgjöf. SkaHm er staðsett í Vesturbrún og þar geta börnin varið tíma með jafningjum sínum ásamt starfsfólki og fengið þjálfun í félagslegum samskiptum. 

Foreldrar, forsjáraðilar og börn fá ráðgjöf og stuðning í Vesturbrún eða inn á heimili fjölskyldunnar. Stuðningurinn getur að hámarki verið 15 sólarhringar í mánuði. 

 

Hvar fæ ég frekari upplýsingar? 

Frekari upplýsingar veitir starfsfólk þjónustumiðstöðva. Einnig er hægt að hringja í þjónustuver Reykjavíkurborgar í s: 4 11 11 11.