Á ég rétt á NPA? 

Til að eiga rétt á NPA þarft þú að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 

 • Eiga lögheimili í Reykjavík þegar stuðningur hefst. 
 • Ef þú býrð ekki í Reykjavík getur þú sótt um NPA ef þú ætlar að flytja þangað. 
 • Þurfa stuðning í meira en 15 klukkustundir á viku. 
 • Vera með staðfesta fötlunargreiningu. 
 • Vera orðinn 18 ára. Ef um barn er að ræða þurfa foreldrar að sækja um. 
 • Búa sjálfstætt eða í foreldrahúsum. 
 • Ef þú býrð í húsnæði fyrir fatlað fólk getur þú sótt um NPA ef stefnt er að flutningi í sjálfstæða búsetu. 
 • Fólk 67 ára og eldra getur átt rétt á NPA ef fötlun er ekki vegna aldurstengdrar skerðingar. 
   

Hvernig sæki ég um NPA? 

Fyrsta skref er að panta viðtal við ráðgjafa á þjónustumiðstöð. Þar er farið yfir stöðu þína og þarfir. Í framhaldinu er tekin sameiginleg ákvörðun um hvaða stuðningur hentar og umsókn undirrituð. Umsókn um NPA skal fylgja staðfesting á fötlunargreiningu, sjálfsmat, örorkumat og SIS-mat ef við á. 
 

Hvað gerist næst? 

Þegar undirrituð umsókn liggur fyrir er næsta skref formlegt mat á stuðningsþörf. Matið tekur mið af stöðu þinni með tilliti til eftirfarandi þátta: 

 • Færni, geta og styrkleikar 
 • Félagslegar aðstæður og tengslanet 
 • Virkni og þátttaka í samfélaginu 
 • Hugsanlegar afleiðingar sem töf á stuðningi hefur  
 • Annar stuðningur 

Ef formlegt mat leiðir í ljós að stuðningsþörf þín er minni en 15 klukkustundir á viku eða að þú uppfyllir ekki öll skilyrði er umsókn synjað og þér bent á annan stuðning sem stendur til boða. Sé umsókn samþykkt vinnur ráðgjafi samkomulag um vinnustundir í samvinnu við þig. Samþykktar umsóknir fara á bið eftir úthlutun. Á biðtíma er haft reglulegt samráð við þig og upplýst um stöðu mála og þá þjónustu sem stendur til boða á biðtímanum. 

 

Hvaða lög og reglur gilda um NPA?

NPA er veitt á grundvelli eftirfarandi laga og reglna: 

Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 

Reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð nr. 1250/2018 

Reglur Reykjavíkurborgar um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk 
 

Hvar fæ ég frekari upplýsingar um NPA?

Frekari upplýsingar veitir starfsfólk þjónustumiðstöðva. Einnig er hægt að hringja í þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 4 11 11 11 eða skoða Spurt og svarað hér neðar á síðunni.

Á NPA-vef félagsmálaráðuneytisins má finna mikið af gagnlegum upplýsingum, þar á meðal ítarlega handbók um NPA. Fólk sem hyggst nýta sér NPA getur auk þess leitað til NPA-miðstöðvarinnar sem veitir jafningjafræðslu og ráðgjöf. 


 

Spurt og svarað um NPA

Sýna allt Loka öllu

Sérstakt teymi úthlutar nýjum NPA samningum. Í kjölfarið er gerður einstaklingssamningur við notanda sem byggir á samkomulagi um vinnustundir. Einnig er gerður samstarfssamningur við umsýsluaðila sem hefur lokið námskeiði um NPA og fengið starfsleyfi frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF). Notandi getur sjálfur verið umsýsluaðili. 

Notandi með NPA fer sjálfur með verkstjórn. Hann ber stjórnunarábyrgð á framkvæmd NPA. Það þýðir að hann setur upp vaktaplön og ákveður: 

 • Hvernig stuðningur er skipulagður 
 • Hvaða stuðningur er veittur 
 • Hvenær stuðningur er veittur 
 • Hvar stuðningur fer fram 
 • Hver veitir stuðning 

Umsýsluaðili undirritar samstarfssamning við Reykjavíkurborg og er vinnuveitandi NPA aðstoðarfólks. Helstu skyldur hans eru að: 

 • Taka við greiðslum frá Reykjavíkurborg og ráðstafa þeim. 
 • Aðstoða notendur við að finna og velja aðstoðarfólk. 
 • Gera ráðningarsamninga við aðstoðarfólk í samstarfi við notendur. 
 • Tryggja að aðstoðarfólk njóti vinnuverndar og fullnægjandi aðbúnaðar. 
 • Greiða laun aðstoðarfólks og standa skil á opinberum gjöldum. 
 • Veita aðstoðarfólki fræðslu um NPA og þá hugmyndafræði sem þar býr að baki. 
 • Ganga frá starfslokum aðstoðarfólks fyrir hönd notenda. 
 • Færa rekstrarbókhald fyrir hvern notanda og skila til Reykjavíkurborgar. 
 • Annast samskipti og samstarf við Reykjavíkurborg. 
 • Veita notendum aðra þjónustu eftir því sem við á. 

Reykjavíkurborg greiðir umsýsluaðila mánaðarlega upphæð sem byggir á einstaklingssamningi og samkomulagi um vinnustundir. Upphæðin skiptist í: 

 • Framlag vegna launa og launatengdra gjalda (85%) 
 • Framlag vegna umsýslukostnaðar (10%)  
 • Framlag vegna starfsmannakostnaðar (5%) 

Já, forsjáraðilar fatlaðra barna geta sótt um NPA fyrir börn sín ef þau eru fötluð í skilningi laga  um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og þurfa þjónustu umfram 15 klukkustundir á viku.    

Sjálfstæð búseta er þegar fólk býr í stakri íbúð eða húsi sem það annað hvort á sjálft eða leigir af öðrum.

Sjálfstæð búseta á líka við um fatlað fólk sem býr í foreldrahúsum.

Já, ef íbúi í sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk stefnir að flutningi í sjálfstæða búsetu. Þegar íbúi í sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk vill leggja fram umsókn um NPA þarf hann að hafa samband við ráðgjafa á þjónustumiðstöð sem aðstoðar hann við að gera áætlun um flutning og leiðbeinir varðandi umsókn um NPA.

Já, ef þeir stefna að flutningi til Reykjavíkur. Einstaklingar sem búa annars staðar en í Reykjavík þurfa að snúa sér til þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis til að sækja um NPA. Þjónustan hefst þegar umsækjandi er fluttur og kominn með lögheimili í Reykjavík.

NPA er þjónusta sem fatlað fólk stýrir sjálft; hverjir aðstoða það, hvenær og við hvað, á grundvelli heildstæðs mats á stuðningsþörfum.

Hefðbundin þjónusta er þjónusta sem starfsmenn Reykjavíkurborgar veita í samræmi við mat á stuðningsþörfum fatlaðs fólks. Þjónustan er veitt á fyrirfram skilgreindum dögum og tímum dags.

Já, það er hægt að sækja um akstursþjónustu með því að smella hér. Einnig er hægt að biðja ráðgjafa á þjónustumiðstöð um aðstoð við að sækja um. Akstursþjónustan er ekki hluti af NPA.

Já, það er hægt að fá heimahjúkrun - sjá nánari upplýsingar með því að smella hér. Heimahjúkrun er ekki hluti af NPA.