Hvað er í boði?

Húsnæði fyrir fatlað fólk skiptist í sértækt húsnæði og húsnæði með stuðningi.

Sértækt húsnæði á við íbúðir í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk sem þarf mikinn stuðning til að búa á eigin heimili. Þar fá íbúar þjónustu í samræmi við stuðningsþarfir sínar, allan sólarhringinn eða hluta úr degi.  

Húsnæði með stuðningi á við stakar íbúðir fyrir fatlað fólk sem þarf nokkurn stuðning til að búa á eigin heimili.  

 

Á ég rétt á húsnæði? 

Til að eiga rétt á húsnæði þarft þú að: 

 • Vera orðinn 18 ára. 
 • Hafa staðfesta fötlunargreiningu. 
 • Vera metinn í þörf samkvæmt viðeigandi matsviðmiðum reglna um félagslegt húsnæði og reglna um stuðningsþjónustu. 
 • Vera með dvalarleyfi sem gildir að lágmarki í 12 mánuði, hafi umsækjandi tímabundið dvalarleyfi á Íslandi. 

 

Hvernig sæki ég um húsnæði? 

Hér má finna umsóknareyðublað um húsnæði fyrir fatlað fólk. Útprentuð umsóknareyðublöð er hægt að fá á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Þjónustumiðstöðvar taka við undirrituðum umsóknum ásamt fylgiskjölum. 

 

Hvað gerist næst? 

Eftir að umsókn berst á þjónustumiðstöð er umsækjanda boðið í viðtal til ráðgjafa sem leggur formlegt mat á hvort umsækjandi uppfylli skilyrði. Mat á stuðningsþörfum er unnið í náinni samvinnu við umsækjanda. Í kjölfarið er umsókn samþykkt eða synjað. 

Samþykktar umsóknir fara á bið eftir úthlutun húsnæðis. Umsækjandi fær upplýsingar um þá þjónustu sem hann getur fengið þar til úthlutun fer fram. 

 

Hvernig fer úthlutun fram? 

Úthlutun húsnæðis fer fram á fundum úthlutunarteymis.  

Umsækjanda er tilkynnt skriflega þegar hann hefur fengið húsnæði úthlutað. 

Hafi umsækjandi ekki fengið húsnæði innan árs frá því umsókn var samþykkt hefur ráðgjafi samband. Í samtalinu er umsókn uppfærð, farið yfir stöðu umsóknar á biðlista og möguleika á úthlutun húsnæðis á næstu 12 mánuðum. Samhliða því fer ráðgjafi yfir hvaða önnur úrræði og þjónusta standa til boða þar til úthlutun húsnæðis fer fram. 

 

Hvað kostar húsnæði fyrir fatlað fólk? 

Um er að ræða leiguíbúðir og fer kostnaður við leiguna eftir stærð og gerð húsnæðis. Leigan er greidd mánaðarlega og geta leigjendur átt rétt á húsnæðisbótum og sérstökum húsnæðisstuðningi.  

 

Hvaða lög og reglur gilda um húsnæði við fatlað fólk? 

Húsnæði fyrir fatlað fólk er veitt á grundvelli eftirfarandi laga og reglna: 

 

Hvar fæ ég frekari upplýsingar? 

Frekari upplýsingar veitir starfsfólk þjónustumiðstöðva. Einnig er hægt að hringja í þjónustuver Reykjavíkurborgar í s: 4 11 11 11

Sýna allt Loka öllu
 • Austurbrún 6
 • Austurbrún 6b
 • Barðastaðir 35
 • Bleikargróf 4
 • Bríetartún 26
 • Bríetartún 30
 • Bröndukvísl 17
 • Byggðarendi 6
 • Dalbraut 23
 • Einarsnes 62a
 • Einholt 6
 • Fannafold 178
 • Flókagata 29-31
 • Grundarland 17
 • Hátún 6
 • Hlaðbær 2
 • Hólaberg 76
 • Hólmasund 2
 • Hraunbær 107
 • Hverfisgata 125
 • Jöklasel 2
 • Kambavað 5
 • Keilugrandi 1-3
 • Kleppsvegur 90
 • Liðsaukinn
 • Lindargata 27
 • Lindargata 64
 • Miklabraut 20
 • Mururimi 4
 • Mýrarás 2
 • Rangársel 16-20
 • Ránargata 12
 • Skagasel 9
 • Skarphéðinsgata 14–16
 • Skipholt 15-17
 • Skúlagata 46
 • Sléttuvegur 9
 • Sólheimar 21b
 • Sporhamrar 5
 • Starengi 118
 • Starengi 6
 • Stigahlíð 54
 • Stigahlíð 71
 • Tindasel 1
 • Vallengi 2
 • Vesturbrún 17
 • Viðarrimi 42
 • Vættarborgir 82
 • Þorláksgeisli 2-4
 • Þorláksgeisli 70
 • Þórðarsveigur 1-5