Heimsendur matur og matur á félagsmiðstöðvum velferðarsviðs
Hægt er að fá hádegisverð á félagsmiðstöðvum velferðarsviðs víðs vegar um borgina. Ef heilsa eða aðstæður eru þannig að fólk treysti sér ekki á næstu félagsmiðstöð er einnig hægt er að sækja um heimsendan mat með því að hringja í síma 411 9450 eða senda pöntun á maturinnheim@reykjavik.is.
Matseðill á félagsmiðstöðvum
Matseðill vikuna 11. janúar til 17. janúar 2021
Matseðill vikuna 18. janúar til 24. janúar 2021
Matseðill vikuna 25. janúar til 31. janúar 2021
Matseðill vikuna 1. febrúar til 7. febrúar 2021
Matseðill vikuna 8. febrúar til 14. febrúar 2021
Matseðill fyrir heimsendan mat
Heimsendur matur vikuna 11. janúar til 17. janúar 2021
Heimsendur matur vikuna 18. janúar til 24. janúar 2021
Heimsendur matur vikuna 25. janúar til 31. janúar 2021
Heimsendur matur vikuna 1. febrúar til 7. febrúar 2021
Heimsendur matur vikuna 8. febrúar til 14. febrúar 2021
Ráðstafanir vegna Covid-19
13/1 2021 - Mötuneytið á Vitatorgi veitir áfram þjónustu við íbúa í húsinu en lokað verður fyrir aðra. Í mötuneytum gildir einnig tveggja metra reglan og grímuskylda. Hleypt verður inn í hollum og því er mikilvægt að skrá sig. Skráning í mat fer fram á staðnum eða með því að láta vita fyrir klukkan níu að morgni í gegnum síma.
Heimsendur matur
Sótt er um heimsendan mat með því að skila útfylltri umsókn á þjónustumiðstöð í viðkomandi hverfi. Þegar umsókn hefur verið metin og afgreidd út frá færni og getu umsækjanda fær viðkomandi svarbréf í pósti. Í framhaldi af því er hægt að panta máltíðir sem eru keyrðar heim að dyrum.
Pantanir og afpantanir á máltíðum til lengri eða skemmri tíma eiga að berast til framleiðslueldhússins á Vitatorgi fyrir klukkan tvö til að tryggja að breytingar náist fyrir næsta dag. Best er að hringja í síma 411 9450 eða senda tölvupóst á maturinnheim@reykjavik.is. Mikilvægt er að hafa nokkur atriði í huga um meðferð heimsendra máltíða, sjá leiðbeiningar á upplýsingablaði.
Greiðsluseðill fyrir heimsendan mat er sendur út mánaðarlega í heimabanka. Ef óskað er eftir því að fá greiðsluseðil sendan í pósti þarf að hafa samband við þjónustuver borgarinnar í s. 4 11 11 11 eða í upplysingar@reykjavik.is.
Gjald fyrir heimsendan mat
Máltíð: 745 kr.
Akstur: 210 kr.
Tímalína á akstri heimsends matar
Bíll 1 | frá | til |
Miðbær | 08:30 | 10:00 |
Vesturbær, suður | 11:00 | 13:00 |
Vesturbær, norður | 13:00 | 14:00 |
Híðar | 14:00 | 16:00 |
Bíll 2 | frá | til |
Hverfi 105 | 09:00 | 10:30 |
Sléttuvegur og nágrenni | 11:00 | 12:30 |
Lönd og Gerði | 12:30 | 14:30 |
Lækir og nágrenni | 14:30 | 16:00 |
Bíll 3 | frá | til |
Laugardalur | 08:30 | 10:00 |
Efra-Breiðholt | 11:00 | 13:00 |
Neðra-Breiðholt | 13:00 | 14:30 |
Ásar og Norðlingaholt | 14:30 | 16:00 |
Bíll 4 | frá | til |
Bríetartún, Borgartún og Hátún | 09:00 | 10:15 |
Grafarvogur | 11:15 | 13:30 |
Grafarholt | 13:30 | 15:00 |
Akstursáætlun á einungis við um virka daga og gott er að gera ráð fyrir einnar klukkustunda vikmörkum.
Hádegisverður í félagsmiðstöðvum
Hægt er að kaupa heitan hádegisverð í félagsmiðstöðvum velferðarsviðs alla virka daga. Hádegisverður er í boði alla daga ársins á Vitatorgi við Lindargötu, líka um helgar og hátíðisdaga. Skráning í hádegisverð fer fram á staðnum eða með því að láta vita í síma fyrir kl. 9.00 að morgni. Hægt er kaupa sérstaka afsláttarmiða hjá starfsfólki í félagsmiðstöðvum.
Gjald fyrir hádegisverð
Hádegisverður (ellilífeyrisþegar og öryrkjar): 815 kr.
Hádegisverður með afsláttarmiða: 745 kr.
Almennt verð: 1295 kr.
Hafðu samband
Senda má ábendingar og athugasemdir varðandi akstur og matarþjónustuna til þjónustumiðstöðva eða til framleiðslueldhússins á Vitatorgi, sími 411 9450 eða maturinnheim@reykjavik.is.