Fyrir hverja er félagsleg heimaþjónusta?

Félagsleg heimaþjónusta er fyrir borgarbúa á öllum aldri sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, veikinda, barnsburðar eða fötlunar. 
 

Umsókn

Útfylltri umsókn er skilað á þjónustumiðstöð í hverfi umsækjanda. Óskað er eftir læknisvottorði ef ástæða þykir til. Þörf umsækjanda er metin í hverju einstöku tilviki.
 

Kostnaður

Notandi greiðir fyrir hverja klukkustund við þrif miðað við gildandi gjaldskrá. Þjónusta umfram sex vinnustundir á mánuði á hvert heimili er endurgjaldslaus. Öll umönnun önnur en þrif auk kvöld- og helgarþjónustu er endurgjaldslaus.

Synjun um beiðni um félagslega heimaþjónustu má skjóta til velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Skal það gert skriflega og ekki síðar en fjórum vikum eftir að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun. Ákvörðun velferðarráðs má kæra til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála, velferðarráðuneyti, eigi síðar en þremur mánuðum frá því að umsækjanda barst vitneskja um hana.


Hafðu samband

Senda má fyrirspurnir um heimaþjónustu á heima@reykjavik.is.

Íbúum Laugardals og Háaleitis er veitt þjónusta frá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis.
Deildarstjóri er Ragna Lilja Garðarsdóttir, sími 411 1500 / 411 1590. 

Íbúum Breiðholts, Árbæjar, Grafarholts og Grafarvogs er veitt þjónusta frá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts.
Deildarstjóri er Ragnheiður Þórisdóttir, sími 411 9600.

Íbúum í Hlíðum, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnesi er veitt þjónusta frá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða.
Deildarstjóri er Kristín Blöndal, sími 411 9650.