Akstursþjónusta fatlaðs fólks

Fatlað fólk sem getur ekki nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki getur átt rétt á akstursþjónustu. Markmið þjónustunnar er að fólk geti farið ferða sinna á þeim tíma sem það kýs. Pant.is sér um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. 

Á ég rétt á akstursþjónustu? 

Til að eiga rétt á þjónustunni þarft þú að eiga lögheimili í Reykjavík og uppfylla eitt eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum: 

  • Vera hreyfihamlaður og nota hjólastól. 
  • Geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar. 
  • Vera blindur. 
  • Fötluð börn geta fengið akstursþjónustu og sækja þá foreldrar eða forsjáraðilar um hana. Börn yngri en sex ára verða alltaf að vera í fylgd fullorðins einstaklings. 
     

Hvernig sæki ég um þjónustuna? 

Þú getur sótt rafrænt um akstursþjónustu. Einnig er hægt að skila umsókn á pappírsformi á þjónustumiðstöð. Umsókn skal fylgja staðfesting á fötlunargreiningu, til dæmis læknisvottorð. 
 

Hvað gerist næst? 

Umsóknin þín er metin út frá skilyrðum og möguleikum þínum til að nýta aðra ferðamöguleika. Fólk getur fengið akstursþjónustu hluta úr ári ef þörf er á. 

Þú færð skriflega tilkynningu um hvort umsókn er samþykkt eða synjað. Svör við rafrænum umsóknum eru birt á umsóknargátt akstursþjónustu. Almennt er þjónustan samþykkt til tveggja ára. 
 

Ég hef fengið samþykkta akstursþjónustu, hvað svo? 

Þegar þú hefur fengið akstursþjónustu samþykkta hefur þú samband við Pant sem veitir þjónustuna.

Allar upplýsingar um framkvæmdina og þjónustuna má finna á heimasíðu Pant

 

Hvar fæ ég frekari upplýsingar? 

Frekari upplýsingar og fyrirspurnir um meðferð umsókna má beina til þjónustumiðstöðva, senda í tölvupósti á akstur@reykjavik.is.

Allar athugasemdir varðandi framkvæmd þjónustunnar eiga að berast til Pant, sjá upplýsingar á heimasíðunni Pant.is

 

Sýna allt Loka öllu

Já. Með gildistöku nýrra reglna um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk sem tóku gildi 1. júlí 2020 er heimilt að sækja um akstursþjónustu þrátt fyrir að hafa áður fengið styrk til bifreiðakaupa eða bensínstyrk frá Tryggingastofnun.

Enginn hámarksfjöldi er á ferðum en Reykjavíkurborg er heimilt að setja þak á fjölda ferða við sérstakar aðstæður. 

Hægt er að nota akstursþjónustu í öðru sveitarfélagi. Þjónustumiðstöð í hverfi umsækjanda tekur við slíkum beiðnum. Samþykkt gildir að hámarki í þrjá mánuði.

Samþykkt umsókn gildir í allt að tvö ár. Ef hreyfihömlun er varanleg má samþykkja umsókn ótímabundið. Þjónustumiðstöð skal upplýsa notanda um að umsókn sé að renna úr gildi tveimur mánuðum fyrir lok gildistíma.

Umsókn er endurnýjuð í gegnum akstur.reykjavik.is eða með því að skila útfylltri umsókn á þjónustumiðstöð eða í þjónustuver.

  • Gjald fyrir fasta ferð er það sama og hálft almennt gjald hjá Strætó.

  • Gjald fyrir ferð sem er pöntuð samdægurs er það sama og fullt gjald hjá Strætó. 

Nemakort er lækkað fargjald fyrir fatlaða fólk í framhalds- og háskóla sem gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Sótt er um nemakort á þjónustumiðstöðvum.