Fatlað fólk getur átt rétt á styrkjum, annars vegar til að greiða námskostnað og hins vegar til að kaupa verkfæri eða tæki, til dæmis tölvubúnað. Markmið styrkjanna er að auka þátttöku fatlaðs fólks í félagslífi og atvinnu með því að auðvelda því að afla sér menntunar, færni og reynslu.  

 

Á ég rétt á þessum styrkjum?  

Til að eiga rétt á styrkjunum þarft þú að uppfylla eftirfarandi skilyrði:  

  • Eiga lögheimili í Reykjavík. 
  • Vera metinn með varanlega 75% örorku. 
  • Vera með staðfesta fötlunargreiningu. 
  • Vera í þörf fyrir hæfingu, endurhæfingu eða starfsendurhæfingu. 
  • Vera orðinn 18 ára. 

 
Hvernig sæki ég um? 

Þú getur sótt um styrkinn hér fyrir neðan. Umsóknir eru afgreiddar einu sinni á ári, í október.  

Að jafnaði getur samþykktur styrkur til umsækjanda verið að hámarki 60.000 kr. í hverri úthlutun.

 

Hvaða lög og reglur gilda um styrkina?

 

 
  

* Stjörnumerkta reiti í umsóknarforminu verður að fylla út, annað er valfrjálst.

 

Upplýsingar um umsækjanda
Aðstandandi/talsmaður
Tilgangur umsóknar
Fylgigögn