Fyrir hverja er Þorrasel

Dagdvölin er úrræði fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum en þurfa félagslegan stuðning. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun og stuðla að áframhaldandi sjálfstæðri búsetu. Í Þorraseli er boðið upp á tómstundaiðju, léttar leikfimisæfingar, fæði, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun.

Umsóknir eru metnar fyrir inntöku. Gestir þurfa að hafa hreyfifærni til daglegra athafna. 

Þjónustugjöld

Dagdvölin er rekin á daggjöldum frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og þjónustugjöldum notenda.

Fjarvistir

Tilkynna þarf fjarvistir fyrir kl. 8:30 til dagdeildar í síma 535 2740.

Mikilvægt er að tilkynnt sé um lengri fjarvistir, s.s. vegna hvíldarinnlagnar, endurhæfingar o.þ.h., með fyrirvara ef hægt er. Notendur geta haldið plássi sínu í allt að átta vikur.

Umsóknarferli

Umsækjandi þarf að hafa lögheimili í Reykjavík. 

Senda skal útfyllta umsókn á dagdvölina. Með umsókn fylgi upplýsingar frá lækni, hjúkrunarfræðingi og/eða ráðgjafa.

Umsjónarmaður Þorrasels tekur við umsóknum og boðar umsækjendur í viðtal í kjölfarið. 

Einnig er velkomið að panta tíma í heimsókn til að kynna sér staðinn og starfsemina og fylla út umsókn á staðnum. Hægt er að mæla sér mót við umsjónarmann í síma 535 2740.

Starfsemi

Dvalartími getur verið frá einum og upp í fimm virka daga í viku. Gert er ráð fyrir fjörutíu einstaklingum á dag í Þorraseli. 

Gestir eru sóttir að morgni og þeim ekið heim síðdegis. Í boði er morgunmatur, hádegisverður og miðdegiskaffi, félagsstarf, handavinna, léttar leikfimiæfingar, hvíldaraðstaða og aðstoð við böðun. 

Einnig er hægt að fá sjúkraþjálfun.