Frístundamiðstöðin Gufunesbær stendur fyrir viðamiklu starfi á vettvangi frítímans en megináhersla er lögð á frístundastarf fyrir börn og unglinga. Gufunesbær hefur meðal annars umsjón með starfi  fimm félagsmiðstöðva og átta frístundaheimila í Grafarvogi. Gufunesbær er þekkingarstöð skóla- og frístundasviðs í útivist og útinámi og hefur umsjón með útivistarsvæði við Gufunesbæinn auk þess að þjónusta skíðabrekkur innan borgarmarkanna við Dalhús í Húsahverfi, í Ártúnsbrekku og í Jafnarseli í Seljahverfi. Við Gufunesbæ er að finna frábært útivistarsvæði fyrir alla aldurshópa þar sem m.a. er góð aðstaða til leikja, útieldunar, strandblaks, hjólabrettaiðkunar og frisbígolfs. Í Hlöðunni við Gufunesbæinn er líka fjölnota salur sem hentar vel fyrir ýmiskonar fundi og ráðstefnur.  Gufunesbær hefur einnig umsjón með starfi ungmennaráðs Grafarvogs og tekur virkan þátt í fjölbreyttu hverfasamstarfi.

Framkvæmdastjóri er Atli Steinn Árnason.

Skrifstofa Gufunesbæjar er opin alla virka daga á milli klukkan 9:00 og 16:00.

Frístundaheimili

Brosbær fyrir Vættaskóla/Engi
Hvergiland fyrir Vættaskóla/Borgir
Galdraslóð fyrir Kelduskóla/Vík
Ævintýraland fyrir Kelduskóla/Korpu
Kastali fyrir Húsaskóla
Regnbogaland fyrir Foldaskóla
Simbað sæfari fyrir Hamraskóla
Tígrisbær fyrir Rimaskóla
Klébergsskóli hefur umsjón með starfi frístundaheimilisins Kátakots með ráðgjöf frá Gufunesbæ.

Félagsmiðstöðvar

Fjörgyn fyrir Foldaskóla
Dregyn fyrir Vættaskóla
Púgyn fyrir Kelduskóla
Sigyn fyrir Rimaskóla
Klébergsskóli hefur umsjón með starfi félagsmiðstöðvarinnar Flógyn með ráðgjöf frá Gufunesbæ.