Markmið félagsstarfs er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins.
 


Frístunda- og félagsstarfið í Gerðubergi er opið frá kl. 8.30 til 16.00 alla daga. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi sem er ætluð fólki á öllum aldri. Yfir daginn er þar öflug dagskrá með skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum undir leiðsögn reyndra leiðbeinenda og sjálfboðaliða. Ekki þarf að sækja sérstaklega um þátttöku í félagsstarfinu, aðeins að mæta á staðinn. 

Meðal þess sem er í boði er glerskurður, tréútskurður, myndlist, prjónakaffi, bókband og leikfimi. Sundleikfimi fer fram í Breiðholtslaug og þar er einnig púttvöllur. Þá geta áhugasamir söngfuglar tekið þátt í Gerðubergskórnum, en hann hefur verið starfræktur í fjölda ára. 

Á ákveðnum tímum er frjáls aðgangur að opnum rýmum til spilamennsku og hittings. Húsnæðið er einnig lánað til ýmiskonar námskeiða, hópa- og klúbbastarfs eftir opnunartíma og á meðan opið er ef mögulegt er. Gestir hafa aðgang að tölvu og nýjustu dagblöðin liggja jafnan frammi. 

Forstöðumaður fjölskyldumiðstöðvar og félagsstarfs í Breiðholti: Elísabet Karlsdóttir.
Sími: 411-2727, GSM 664-6574.
Netfang: elisabet.karlsdottir@reykjavik.is.

Umsjón yfir félagstarfi: alfhildur.hallgrimsdottir@reykjavik.is

Facebooksíða Gerðubergs

Kaffihúsið Cocina starfar á efri hæð hússins, matur frá 11:30- 13:30