Hvað er Gallerí Hins Hússins?

Gallerí Hins Hússins er sýningarými í Hinu Húsinu að Rafstöðvarvegi 7-9 helgað listsköpun ungs fólks.  Leitast er við að endurspegla það sem er í gangi á sjónrænum vettvangi s.s. innsetningar, málverk, ljósmyndaverk o.fl.

Galleríið er opinn vettvangur fyrir alla, leika jafnt sem lærða á aldrinum 16 - 25 ára, sem geta sýnt þar sér að kostnaðarlausu.

Hver sýning stendur yfir í 16 daga og fær listamaðurinn leiðsögn í að setja upp sýninguna og aðstoð við að kynna hana.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Til að fá nánari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á netfangið hitthusid@hitthusid.is.

eða í síma 411 5500.