Dagþjálfun er stuðningsúrræði fyrir fólk sem hefur greinst með heilabilunarsjúkdóma. Markmiðið með starfseminni er að rjúfa félagslega einangrun, að stuðla að því að fólk geti búið lengur heima og að það fái notið samvista við annað fólk þar sem áhersla er lögð á félagslega og líkamlega virkni. Hver einstaklingur er metinn með m.t.t. getu og áhuga. 

Í Dagþjálfun er boðið upp á tómstundaiðju, léttar leikfimiæfingar, fæði, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun. Notendur þjónustunnar eru sóttir að morgni og ekið heim síðdegis.  Dagþjálfun er rekin á daggjöldum frá velferðarráðuneyti og með greiðsluþátttöku gesta.

Deildin er skilgreind sem hjúkrunardagdvöl en pláss er fyrir 18 einstaklinga í senn.

Skilyrði fyrir vist er heilabilunargreining á Minnismóttöku Landakots. Skriflegar umsóknir berist til hjúkrunardeildarstjóra.

Hjúkrunardeildarstjóri er Ásta Sigríður Sigurðardóttir