Þann 1. september 2012 tók umhverfis- og skipulagssvið til starfa. Sviðið tók yfir öll verkefni skipulags- og byggingasviðs og umhverfis- og samgöngusviðs og einnig ákveðin verkefni framkvæmda- og eignasviðs. Önnur verkefni framkvæmda- og eignasviðs færðust til nýrrar skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, sem tók til starfa á sama tíma og heyrir undir embætti borgarritara. 

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar vill veita innsýn í það fjölbreytta og viðamikla starf sem starfsfólk sinnir og ber ábyrgð á frá degi til dags. Starfsáætlunin sýnir brot af því helsta sem er á döfinni á árinu 2017. Starfsfólk sviðsins býr yfir mikilli þekkingu og hefur metnað til að sinna störfum sínum af alúð. 

Starfsáætlun 2019