Á fundi borgarráðs 18. mars 2021 var lögð fram skipulags- og matslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 26. febrúar 2021, þar sem gert er ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag að athafnasvæði sem markast af Fjárborg til vesturs og Suðurlandsvegi til suðurs og fjarsvæðis vatnsverndar til austurs.

Lýsingin var samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað er eftir að ábendingar/umsagnir berist eigi síðar en 5. maí 2021.

Umhverfis- og skipulagssvið notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram vegna athugasemda við skipulag, s.s. kennitölu, nafn og netfang í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna borgarbúa. Að auglýsingarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá Reykjavíkurborg má finna hér.

Vakin er athygli á því að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og birtast meðal annars nöfn borgarbúa í fundargerðum umhverfis- og skipulagsráðs á netinu.