Skipulagsskrá fyrir Hjúkrunarheimilið Skógarbæ var staðfest af dómsmálaráðherra 30. apríl 1999.

Stjórn sjálfseignarstofnunarinnar er skipuð fimm mönnum og jafnmörgum til vara. Kjörtímabil stjórnarinnar er hið sama og kjörtímabil borgarstjórnar en miðast þó við 1. september sama ár og sveitarstjórnarkosningar fara fram. Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands tilnefnir tvo menn í stjórn og skal annar þeirra gegna störfum formanns stjórnarinnar. Borgarstjórn tilnefnir tvo stjórnarmenn og Efling – stéttarfélag tilnefnir einn.

Þá eru tilnefndir fjórir fulltrúar í fulltrúaráð og fjórir til vara.

Í stjórn Skógarbæjar sitja fyrir hönd Reykjavíkurborgar:
Ari Karlsson
Örn Þórðarson

Til vara:
Gunnlaugur Bragi Björnsson
Inga María Hlíðar Thorsteinson

Fulltrúa Reykjavíkurborgar í fulltrúaráði Skógarbæjar má sjá hér hægra megin á síðunni.