Skipulagsskrá fyrir Hjúkrunarheimilið Skjól var upphaflega staðfest af dómsmálaráðherra 11. júlí 1986.

Fulltrúaráð er skipað þremur frá hverjum stofnenda til fjögurra ára og tveimur til vara. Fyrir hönd Reykjavíkurborgar sitja í fulltrúaráði Regína Ásvaldsdóttir, Elin Oddný Sigurðardóttir og Stefán Eiríksson og til vara Heiða Björg Hilmisdóttir og Líf Magneudóttir. Fulltrúaráð kýs stjórn heimilisins.