Skipulagsskrá fyrir Hjúkrunarheimilið Eir var staðfest af dómsmálaráðherra 13. desember 1990.

Borgarráð kýs sjö fulltrúa í fulltrúaráð til fjögurra ára og fjóra til vara. Aðrir stofnendur velja þrjá menn hver. Fulltrúaráð kýs sjö manna stjórn heimilisins. 

Í fulltrúaráði sitja fyrir hönd Reykjavíkurborgar Einar Jón Ólafsson, Berglind Magnúsdóttir, Óli Jón Hertervig, Helga Jóna Benediktsdóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Eva Einarsdóttir og Halldór Frímannsson og til vara Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðbrandur Guðmundsson. Sigurður Björn Blöndal og Ingibjörg Bjarnadóttir.