Annað hvert ár eru haldin Rabbkvöld þar sem starfsfólki í frístundastarfi skóla- og frístundasviðs gefst kostur á að koma saman og ræða þau málefni sem hæst ber í starfinu hverju sinni. Lýðræði, áherslur í frístundastarfi til framtíðar, reglur og agamál eru á meðal þeirra málefna sem rædd hafa verið á Rabbkvöldum undanfarinna ára.  

Bryddað var upp á þeirri nýjung á Rabbkvöldi sem haldið var í apríl 2017 að streyma því sem fram fór á vefnum og efnið frá kvöldinu því aðgengilegt öllum áhugasömum. Um 250 starfsmenn frístundamiðstöðvanna komu saman þetta kvöld og fræddust um og ræddu um lýðræði í frístundastarfi.  Dagskrá:
1.       Setning Rabbkvölds, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri frístundamála á SFS
2.       Upplýsingabyltingin, lýðræði og fasismi, Bergur Ebbi Benediktsson lögfræðingur, tónlistarmaður, framtíðarfræðingur og uppistandari
3.       Með lýðræðið í lúkunum, Ólafur Páll Jónsson prófessor í heimspeki við Menntavísindasvið HÍ
4.       Þátttaka barna í lýðræði, Margrét María Sigurðardóttir lögfræðingur og umboðsmaður barna
5.       Að borða fíl, Eygló Rúnarsdóttir aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið HÍ
6.       Samantekt og dagskrárlok