Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir á hverju vori verðlaun til nemenda í grunnskólum borgarinnar. Einn nemandi eða nemendahópur í hverjum skóla er tilnefndur og fær viðurkenningu. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram til að skara fram úr í námi, í félagsstarfi eða í skapandi starfi.

Verðlaunin eru veitt fyrir:

  • Góðan námsárangur, almennt eða í tiltekinni grein.
  • Góðar framfarir í námi, almennt eða í tiltekinni grein.
  • Virkni í félagsstarfi, að vera jákvæð fyrirmynd, sýna frumkvæði eða leiðtogahæfileika
  • Frábæra frammistöðu í íþróttum eða listum, s.s. skák, boltaíþróttum, frjálsum íþróttum, dansi, myndlist,og tónlist.
  • Listsköpun eða tjáningu í skólastarfi, s.s. í myndlist, tónlist, leiklist, handmennt, dansi, upplestri og fl.
  • Félagslega færni, samskiptahæfni og framlag til að bæta eða auðga bekkjaranda/skólaanda
  • Nýsköpun og/eða hönnun, s.s. smíði, hannyrðir, tæknimennt.

 

Sjá tilnefningarblað fyrir nemendaverðlaun 2020-2021