Stofnað var til minningarverðlauna um Arthur Morthens árið 2016 en hann lést í sumarlok það ár.

Arthur helgaði starfsævi sína börnum sem áttu á brattann að sækja og vann um áratuga skeið sem sérfræðingur á sviði sérkennslu í grunnskólum Reykjavíkur. Þar var hann brautryðjandi við að innleiða stefnu um skóla án aðgreiningar. 

Minningarverðlaunin verða veitt árlega, næstu fimm árin, einum grunnskóla í borginni, sem viðurkenningu fyrir störf í anda stefnunnar um skóla án aðgreiningar.

Skóli án aðgreiningar einkennist af viður­kenningu á ólíkum þörfum nemenda, fullri þátt­töku allra í skólastarfinu og því að allir eigi þess kost að ná sínum besta mögulega árangri. Í skólastarfinu er margbreytileikinn sýnilegur og virtur, starfið er heildstætt og samþætt og í sífelldri þróun.
 

Skilafrestur tilnefninga er til 7. febrúar 2020.
Tilnefningar berist til skrifstofu Skóla- og frístundasviðs, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík eða á netfangið sfs@reykjavik.is . Fylgigögn mega fylgja með ef þau varpa skýrara ljósi á tilnefninguna.

Sjá tilnefningarblað.