Teymisstjóri - Heimili fyrir karlmenn

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða leitar að framsýnum og metnaðarfullum teymisstjóra á heimili fyrir karla með geðfötlun og fjölþættan vanda. Unnið er á blönduðum vöktum, dag,- kvöld,- og helgarvöktum

Hlutverk heimilisins er að veita íbúum aðstoð til að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf innan og utan heimilis með því að mæta þörfum þeirra með áherslu á sjálfstætt líf og valdeflandi stuðning. Þjónustan tekur mið af skaðaminnkandi hugmyndafræði.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

• Hefur yfirsýn yfir þjónustuþarfir íbúa og ber ábyrgð á að starfsemin mæti þeim
• Veitir leiðsögn og tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu varðandi faglegt starf
• Ber faglega ábyrgð á og hefur umsjón með framkvæmd þjónustu og vinnur með íbúum á grundvelli einstaklingsáætlana
• Gerir einstaklingsáætlanir í samvinnu við íbúa, starfsfólk og forstöðumann
• Stýrir daglegum störfum starfsfólks í samráði við forstöðumann
• Hvetur og styður íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni

Hæfniskröfur: 

• Háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis- og/eða menntavísinda.
• Reynsla af starfi með starfi með fötluðum einstaklingum með vímuefnavanda
• Reynsla af stjórnum æskileg
• Þekking eða áhugi á skaðaminnkandi nálgun og batahugmyndafræði
• Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum og umburðarlyndi
• Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar

Frekari upplýsingar um starfið: 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags
Starfshlutfall: 
100%
Umsóknarfrestur: 
15.05.2021
Ráðningarform: 
Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar : 
10007
Nafn sviðs: 
Velferðarsvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir: 
Óli Freyr Axelsson
Sími: 
561 1441
Sambýli Miklubraut
105
Reykjavík