Stuðningsfulltrúi í nýjan íbúðakjarna í Breiðholti

Þjónustumiðstöð Breiðholts óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa til starfa við glænýjan íbúðakjarna í Árskógum. Kjarninn leitar eftir jákvæðum, duglegum og góðhjörtuðum einstaklingum. Hér er á ferðinni skemmtilegt tækifæri til að vera þátttakandi í að móta góða þjónustu og koma henni vandlega til skila.

Um er að ræða vaktavinnu (dagvaktir, kvöldvaktir, næturvaktir og helgarvaktir, eftir samkomulagi). Starfið hefst í kringum 20. júní. Starfshlutfall er 40%-100%

Helstu verkefni og ábyrgð: 

Veita stuðning sem miðar að því að efla félagsfærni og sjálfstæði, tryggja þátttöku innan og utan heimilis, auka lífsgæði og virkni í samfélaginu.

Hæfniskröfur: 

Góð almenn menntun og íslenskukunnátta á stigi B2
Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg – ekki nauðsynleg.
Frumkvæði, stundvísi, sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og hæfni í mannlegum samskiptum
Umsækjandi þarf að vera 20 ára eða eldri og hafa gilt ökuskírteini
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið: 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sameykis
Starfshlutfall: 
0
Umsóknarfrestur: 
07.05.2021
Ráðningarform: 
Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar : 
9963
Nafn sviðs: 
Velferðarsvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir: 
Ellen Björg Björnsdóttir
Íbúðakjarni Árskógum
Árskógar 5-7
5-7
109
Reykjavík