Sérkennsla - Geislabaugur

Geislabaugur

Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa við sérkennslu í leikskólanum Geislabaugi. Starfið er laust frá 1. september 2021.
Geislabaugur er 5 deilda leikskóli með 107 börnum. Leikskólinn stendur við Kristnibraut 26 í Grafarholti í Reykjavík. Einkunnarorð leikskólans eru Virðing - Sköpun - Gleði - Jafnrétti. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem barnið er í brennidepli og leikurinn er hornsteinn starfsins. Áhersla er lögð á skapandi starf, lýðræði og gera stelpum og strákum jöfn tækifæri til náms. Leikskólinn hefur fengið Hvatningaverðlaun skóla og frístundasviðs og fengið styrk fyrir kennara til náms og þjálfunar á Ítalíu frá Erasmus +
Gott samstarf er á milli skólana í hverfinu og höfum við tekið þátt í þróunarverkefni sem hafði það markmið að efla læsi í hverfinu. Tökum einnig virkan þátt í innleiðingu nýju menntastefnu Reykjavíkurborgar Látum draumana rætast og höfum fengið styrk vegna læsisverkefnis sem ber heitið Orð eru til alls vís er það einnig samstarfsverkefni skólanna í hverfinu. Við erum metnaðarfullur og framsækinn leikskóli og horfum frekar til tækifæra frekar en hindrana.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur: 

Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af sérkennslu æskileg
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið: 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall: 
100%
Umsóknarfrestur: 
28.06.2021
Ráðningarform: 
Timabundin ráðning
Númer auglýsingar : 
10221
Nafn sviðs: 
Skóla- og frístundasvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir: 
Þóra Jóna Jónatansdóttir
Sími: 
411-3860
Leikskólinn Geislabaugur
Kristnibraut
26
113
Reykjavík