PMTO meðferðaraðilli - Ráðgjöfin heim Mánaberg

Barnavernd

Mánaberg vistheimili barna sem er úrræði á vegum Barnaverndar Reykjavíkur óskar eftir að ráða tímabundið PMTO meðferðaraðila í Greiningu og ráðgjöf heim. Um er að ræða 100% starf og vinnutíminn er sveigjanlegur. Ráðgjöfin heim, PMTO vinnur með barnaverndarmál og í samstarfi við ráðgjafa Barnaverndar Reykjavíkur. Markmið starfsins er að veita barnafjölskyldum tímabundinn stuðning við uppeldi barna sinna sem byggir á gagnreyndri aðferð PMTO fyrir börn 3 – 14 ára.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

• Greina vanda fjölskyldna og aðstæður inni á heimili þeirra.
• Uppeldismeðferð og stuðningur við foreldra í samræmi við uppeldisaðferðir PMTO og markmið og væntingar Barnaverndar Reykjavíkur.
• Meta aðstæður barna og hæfni foreldra til þess að mæta þörfum þeirra í samræmi við aldur og þroska.
• Þverfaglegt samstarf við aðrar stofnanir og fagaðila sem koma að málefnum fjölskyldunnar í samvinnu við ráðgjafa Barnaverndar Reykjavíkur.
• Ritun lokagreinagerða þar sem markmið, greining á foreldrafærni, virkni og framfarir koma fram. Samantekt um veitta meðferð og tillögur um næstu skref þegar meðferð lýkur.

Hæfniskröfur: 

• PMTO meðferðaraðilli
• Æskilegt er að hafa reynslu af starfi innan barnaverndar
• Mikil hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
• Bílpróf
• Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar

Frekari upplýsingar um starfið: 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og stéttarfélagi viðkomandi
Starfshlutfall: 
100%
Umsóknarfrestur: 
07.05.2021
Ráðningarform: 
Timabundin ráðning
Númer auglýsingar : 
9894
Nafn sviðs: 
Velferðarsvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir: 
Hulda L. Blöndal Magnúsdóttir
Vistheimili barna Laugarásvegi
Laugarásvegi
39
104
Reykjavík