Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða sambærilegt

Leikskólinn Bakkaborg

Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa á leikskólann Bakkaborg. Staðan er laus 15. ágúst 2021.

Við leitum að starfsmanni sem hefur reynsla að vinnu með börnum með fjölþætt þroskafrávik.
Vinnuvika 36 stundir, 29 stunda vinnuskil á deild, 7 tímar í undirbúning.

Leikskólinn Bakkaborg er staðsettur í hjarta Bakkahverfis, við Blöndubakka 2-4. Bakkaborg er 5 deilda leikskóli, þar af er ein ungbarnadeild.
Í leikskólanum dvelja 101 barn samtímis.
Leikskólinn starfar eftir Uppeldi til ábyrgðar.
Einkunnarorð leikskólans eru: Gleði - Vinátta - Virðing.
Sjá heimasíðu: bakkaborg.is

Starfsfólk sem kemur til vinnu á annan máta en í einkabíl getur fengið 6.000 kr. í samgöngustyrk á mánuði. Starfsfólk fær sundkort sem veitir frían aðgang að sundlaugum borgarinnar og starfsmenn leikskóla Reykjavíkurborgar fá fríar máltíðir í leikskólanum.
36 stunda vinnuvika.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

- Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð
- Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
- sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur: 

- Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun og leyfisbréf kennara
- Reynsla af sérkennslu
- Lipurð í samskiptum.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
- Stundvísi.
- Góð tölvukunnátta.
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið: 
Laun eru samkvæmt samningi sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttafélags.
Starfshlutfall: 
100%
Umsóknarfrestur: 
12.05.2021
Ráðningarform: 
Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar : 
9999
Nafn sviðs: 
Skóla- og frístundasvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir: 
Ágústa Amalía Friðriksdóttir
Leikskólinn Bakkaborg
Blöndubakka
2
109
Reykjavík