Leikskólasérkennari / þroskaþjálfi - Dalskóli

Dalskóli - Leikskóli

Þroskaþjálfi, leikskólasérkennari eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa í leikskólahluta Dalskóla í Úlfarsárdal.

Dalskóli er samrekinn leik-, grunn- og frístundaskóli. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega starfshætti og samvinnu. Í skólanum ríkir viðhorf virðingar fyrir einstaklingnum og sérkennum hans. Í Dalskóla er mikið um þemabundið smiðjustarf í samfélags- og náttúrugreinum auk samvinnu kennara. Í skólanum er lögð áhersla á lifandi, skemmtilegt og skapandi skólastarf. Leikskólinn vinnur eftir hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem barnið er í brennidepli og nær að njóta sín í leik og starfi.
Í leikskólahluta eru 180 börn samtímis í tveimur húsum, því eru hér starfandi 2 sérkennslustjórar sem vinna mikið í teymisvinnu. Í Dalskóla eru ýmis þróunarverkefni í gangi hvert misseri og næsta vetur verður unnið mikið tengt læsi og málörvun auk verkefnis um félagsþroska.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

- Atferlisþjálfun með börnum
- Leiðsögn og stuðningur til starfmanna
- Samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa
- Vinna að einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir
- Sinna verkefnum sem tengjast atferlisþjálfun innan leikskólans sem yfirmaður felur honum

Hæfniskröfur: 

- Þroskaþjálfamenntun, leikskólasérkennaramenntun, eða önnur sambærileg menntun
- Reynsla af atferlisþjálfun æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið: 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags
Starfshlutfall: 
100%
Umsóknarfrestur: 
22.06.2021
Ráðningarform: 
Timabundin ráðning
Númer auglýsingar : 
10192
Nafn sviðs: 
Skóla- og frístundasvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir: 
Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir
Sími: 
4117860
Dalskóli - Leikskóli
Úlfarsbraut
118-12
113
Reykjavík