Hönnunar-og smíðakennari - Hvassaleitisskóli

Hvassaleitisskóli

Laus er staða hönnunar og smíðakennara við Hvassaleitisskóla sem veitist frá 1.ágúst næstkomandi. Starfshlutfall er 80-100%.

Hvassaleitisskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-7.bekk. Í skólanum eru ríflega 180 nemendur og um 50 starfsmenn. Skólinn starfar eftir hugmyndafræði Uppeldi til ábyrgðar og er heilsueflandi skóli. Einkunnarorð skólans eru áræðni, virðing og árangur.
Í Hvassaleitisskóla er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. Stefnt er að því að nemendur njóti náms í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpun.
Með það markmið í huga er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám þar sem boðið er upp á sveigjanlega náms- og kennsluhætti svo að hver og einn fái nám við sitt hæfi.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

Sinnir kennslu og umsjón með nemendum og tekur þátt í þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í skólaþróunarvinnu.

Hæfniskröfur: 

Hæfni í samskiptum og sveigjanleiki í starfi
Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
Menntun og hæfni til smíðakennslu
Þriggja ára nám í kennslufræðum, uppeldis og kennslufræði sérhæfing
Reynsla af kennslu í grunnskóla.
Reynsla af kennslu nemenda með íslensku sem annað mál
Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
Skipulagshæfileikar
Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið: 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Kennarasambands Íslands f.h. Félags grunnskólakennara
Starfshlutfall: 
80%
Umsóknarfrestur: 
10.05.2021
Ráðningarform: 
Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar : 
9916
Nafn sviðs: 
Skóla- og frístundasvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir: 
Dagný Kristinsdóttir
Sími: 
411-7350
Hvassaleitisskóli