Hjúkrunarfræðingar í vesturbyggð Reykjavíkur

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða leitar að öflugum hjúkrunarfræðingum í heimahjúkrun. Um er að ræða ótímabundið starf. Unnið er eftir vaktafyrirkomulagi og starfshlutfall er samkomulag.

Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, félagsþjónustu og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.

Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Innleiðing velferðartækni ásamt sérhæfðum verkefnum sem tengjast nýju þverfaglegu, hreyfanlegu öldrunarteymi, með það að markmiði að styðja enn frekar við sjálfstæða búsetu aldraðra í eigin húsnæði.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
Hjúkrunarþjónusta í heimahúsi í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar og þjónustuþega
Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana og skráning í Sögu
Virk þátttaka í teymisvinnu

Hæfniskröfur: 

Íslenskt hjúkrunarleyfi
Þekking og reynsla af sjúkraskrárkerfinu SÖGU og RAI mælitækjum æskileg
Góð samskipta- og skipulagshæfni
Frumkvæði og faglegur metnaður
Ökuréttindi
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar

Frekari upplýsingar um starfið: 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Starfshlutfall: 
100%
Umsóknarfrestur: 
10.05.2021
Ráðningarform: 
Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar : 
9900
Nafn sviðs: 
Velferðarsvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir: 
Kristín Blöndal
Sími: 
411-9650
Heimahjúkrun
Lindargötu
59
101
Reykjavík