Kvikmyndaverðlaunin Klapptréð eru veitt árlega í tveimur aldursflokkum og þremur efnisflokkum á kvikmyndahátíð grunnskólanna. 

Kvikmyndahátíðin Taka hefur verið haldin árlega frá 1981 og verið vettvangur skapandi kvikmyndagerðar og myndtjáningar. Margir fremstu kvikmyndagerðarmenn þjóðarinnar hafa þar þreytt frumraun sína, s.s. Júlíus Kemp, Kjartan Kjartansson og Reynir Lyngdal.

Myndver grunnskólanna í Háaleitisskóla/Hvassaleiti er miðstöð skapandi kvikmyndagerðar meðal yngstu borgarbúanna. Þar fer fram kennsla í handritsgerð, myndatökum og myndvinnslu. Umsjónarmaður myndversins er Marteinn Sigurgeirsson, netfang myndver@reykjavik.is.