Innri endurskoðun

Innri endurskoðun fer með fjármála- og stjórnsýslueftirlit hjá Reykjavíkurborg í umboði borgarráðs. Í því felst að leggja mat á og bæta virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta hjá stofnunum og félögum í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar er Hallur Símonarson. 

Erindi og fyrirspurnir til Innri endurskoðunar skulu berast með tölvupósti á netfangið innriendurskodun@reykjavik.is.