Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir árlega verðlaun fyrir nýbreytni- og þróunarverkefni í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera til eftirbreytni. Markmiðið er að veita starfsfólki í skóla- og frístundastarfi hvatningu í starfi, vekja athygli á gróskumiklu fagstarfi í borginni og stuðla að nýbreytni.

Verðlaunin eru í formi viðurkenningarskjals og verðlaunagripa. Allir geta tilnefnt til hvatningarverðlaunanna; kennarar, starfsmenn, foreldrar, afar og ömmur. Einnig aðrar borgarstofnanir, s.s. skólar og frístundamiðstöðvar eða aðrir samstarfsaðilar, einstaklingar eða stofnanir.  

Dómnefnd skipa fulltrúar skóla- og frístundaráðs og sviðsins, auk fulltrúa sem tilnefndir eru af fagfélögum og samtökum foreldra, SAMFOK.

Hvatningarverðlaun fyrir framsækið skóla- og frístundastarf 2021 (leikskólastarf, grunnskólastarf, frístundastarf, auk samstarfsverkefna) verða afhent á Menntastefnumóti 10. maí.
Frestur til að skila inn tilnefningum til er til 22. mars. Sjá tilnefningareyðublað.  

Sjá auglýsingu um hvatningarverðlaunin 2021.