Góð andleg, líkamleg og félagsleg heilsa er hverjum manni mikilvæg. Alhliða vellíðan og heilbrigði eru líka mikilvæg fyrir farsæld og velgengni samfélaga. Því skiptir miklu máli að fólk fái tækifæri og aðstæður til þess að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl á hverjum þeim vettvangi þar sem það ver tíma sínum.
Heilsueflandi Breiðholt er viðamikið forvarnarverkefni sem hefur það að markmiði að skapa þessi bættu tækifæri og betri aðstæður til heilsueflingar fyrir íbúa í hverfinu. Þessi tækifæri verða sköpuð og þróuð í gegnum viðamikla samhæfingu og markvissar aðgerðir fjölda stofnana og félagasamtaka í hverfinu í góðri samvinnu við heimili og aðra hagsmunaaðila.
Verkefnið er sérstök útfærsla fyrir Breiðholt á nýrri forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar. Einnig byggir verkefnið á samningi Reykjavíkurborgar og Embættis Landlæknis frá árinu 2013 um samstarf til heilsueflingar og aukinnar lýðheilsu í Reykjavík. Aðgerðaáætlun Heilsueflandi Breiðholts á að ná til fólks á öllum aldri; barna, unglinga, fullorðinna og aldraða.
Verkefnið er leitt af Þráni Hafsteinssyni, verkefnisstjóra frístunda og félagsauðs á Þjónustumiðstöð Breiðholts. Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna eða ef þú vilt fá nánari upplýsingar:
Verkefnisstjóri: Þráinn Hafsteinsson
Sími: 411 1300