Með vísan til ákvörðunar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar verða áhorfendapallar borgarstjórnar lokaðir meðan á fundinum stendur, en hann fer að öðru leyti fram samkvæmt venju og er streymt á vef Reykjavíkurborgar.

 

Áhugasamir borgarbúar eru því beðnir um að fylgjast með fundinum í gegnum netið.

 

D a g s k r á

 

á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur
þriðjudaginn 20. apríl 2021 kl. 14:00

 

1.    Alþjóðastefna Reykjavíkurborgar til 2030, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. mars 2021

2.    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um snjallvæðingu á grunnskólastarfi í Reykjavík

3.    Nýtt deiliskipulag fyrir Skerjafjörð Þ5, sbr. 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. mars 2021

4.    Umræða um Elliðaárdalinn, tæmingu Árbæjarlóns og framtíð Árbæjarstíflu (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)

5.    Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um gjaldfrjálsa þjónustu fyrir lágtekjufólk með börn

6.    Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að borgarstjórn samþykki að hjúkrunarheimili starfi eftir Eden hugmyndafræði

7.    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Árbæjarlónið verði fyllt í sumarstöðu í samræmi við gildandi deiliskipulag

8.    Fundargerð borgarráðs frá 18. mars
- 13. liður; Laugavegur sem göngugata – deiliskipulag
- 19. liður; viðauki við fjárhagsáætlun 2021
Fundargerð borgarráðs frá 25. mars
Fundargerð borgarráðs frá 15. apríl
- 40. liður; viðauki við fjárhagsáætlun 2021
- 41. liður; viðauki við fjárhagsáætlun 2021 vegna COVID-19
- 43. liður; viðauki við fjárfestingaáætlun 2021

9.    Fundargerð forsætisnefndar frá 16. apríl
Fundargerðir mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 11. og 25. mars og 8. apríl
Fundargerðir menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 22. mars og 12. apríl
Fundargerðir skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars og 7. og 14. apríl
Fundargerðir skóla- og frístundaráðs frá 23. og 25. mars og 13. og 14. apríl
Fundargerð umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 17. mars 
Fundargerðir velferðarráðs frá 17. og 26. mars og 14. apríl

 

Reykjavík, 16. apríl 2021

Pawel Bartoszek forseti borgarstjórnar