Með vísan til ákvörðunar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar verða áhorfendapallar borgarstjórnar lokaðir meðan á fundinum stendur, en hann fer að öðru leyti fram samkvæmt venju og er streymt á vef Reykjavíkurborgar.
 
Áhugasamir borgarbúar eru því beðnir um að fylgjast með fundinum í gegnum netið.
 
 

D a g s k r á

 

 

á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur

þriðjudaginn 19. janúar 2021 kl. 14:00

 

 1. Umræða um aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum 2021-2025 (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna)

 

 1. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um skipulagningu atvinnulóða fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi

 

 1. Tillaga borgarstjórnar um heildstæða athugun á starfsemi vistheimilisins Arnarholts

 

 1. Umræða um úrskurð kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2019 varðandi útboð vegna stýribúnaðar umferðarljósa (að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins)

 

 1. Tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um hagsmunasjóð leigjenda

 

 1. Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að skólasálfræðingar hafi aðsetur í skólum og heyri undir skólastjórnendur

 

 1. Umræða um mansal (að beiðni borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands)

 

 1. Kosning í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð

 

 1. Kosning í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

 

 1. Kosning í innkaupa- og framkvæmdaráð

 

 1. Kosning í öldungaráð

 

 1. Kosning í íbúaráð Hlíða

 

 1. Kosning í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins

 

 1. Fundargerð borgarráðs frá 7. janúar

- 22. liður; samningur Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um heimahjúkrun

Fundargerð borgarráðs frá 14. janúar

 

 1. Fundargerð forsætisnefndar frá 15. janúar

- 4. liður; lausnarbeiðni – Magnús Már Guðmundsson

- 5. liður; lausnarbeiðni – Alexander Witold Bogdanski

- 6. liður; Tillaga um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga

Fundargerðir mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 10. desember 2020 og 14. janúar 2021

Fundargerðir menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 30. nóvember og 14. desember 2020 og 11. janúar 2021

Fundargerðir skipulags- og samgönguráðs frá 16. desember 2020 og 13. janúar 2021

Fundargerðir skóla- og frístundaráðs frá 8. desember 2020 og 12. janúar 2021

Fundargerðir umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 9. desember 2020 og 8. janúar 2021

Fundargerðir velferðarráðs frá 4. og 16. desember 2020

 

Reykjavík, 15. janúar 2021

 

Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar