Fundur nr. 398

Velferðarráð

Ár 2021, miðvikudagur 14. apríl var haldinn 398. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:10 og var haldinn rafrænt. Eftirtaldir fulltrúar velferðarráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011:  Heiða Björg Hilmisdóttir, Alexandra Briem, Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Egill Þór Jónsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Kristjana Gunnarsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Regína Ásvaldsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Berglind Magnúsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Sigþrúður Erla Arnardóttir, Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir, Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, Elsa Guðrún Jóhannesdóttir, Styrmir Erlingsson, Halla Hallgrímsdóttir, Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, Arnar Snæberg Jónsson, Gunnsteinn R. Ómarsson, Helga Jóna Benediktsdóttir, Hákon Sigursteinsson, Katrín Helga Hallgrímsdóttir, Kristín Pétursdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist: 
  1. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og fer með inngangsorð.

  2. Fram fer kynning á 5 ára áætlun velferðarsviðs 2022-2026.

    -    kl. 13:15 tekur Kolbrún Baldursdóttir sæti á fundinum.

    -    kl. 13:41 tekur Sabine Leskopf sæti á fundinum.

  3. Fram fer kynning á fjárfestingaráætlun velferðarsviðs 2022-2026 og fjárfestingum Félagsbústaða 2022.

  4. Fram fer kynning á forgangsáherslum til næstu ára. 

  5. Fram fara umræður í hópum um umræðuefnið: Velferðarsvið framtíðarinnar – við erum stödd árið 2025. Farið yfir niðurstöður hópanna.