Fundur nr. 382

Velferðarráð

Ár 2020, miðvikudagur 2. september var haldinn 382. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:03 í Hofi, Borgartúni 12-14. Á fundinn mættu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Alexandra Briem, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir aðilar fulltrúar velferðarráðs tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Berglind Eyjólfsdóttir og Egill Þór Jónsson. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Randver Kári Randversson og Katrín Harpa Ásgeirsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist: 
 1. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

 2. Kjör nýrra fulltrúa í velferðarráð.

  Á fundi borgarráðs þann 20. ágúst 2020 var samþykkt að Ragna Sigurðardóttir taki sæti í velferðarráði í stað Arons Levís Beck. Jafnframt var samþykkt að Aron taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Dóru Magnúsdóttur. 

  Fylgigögn

 3. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2021-2025.

 4. Lögð fram drög að gjaldskrám velferðarsviðs 2020 fyrir þjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. 

  a. Gjaldskrá fyrir veitingar og fæði
  b. Gjaldskrá í félagsstarfi
  c. Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í íbúðum aldraðra
  d. Gjaldskrá í heimaþjónustu
  e. Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í Foldabæ
  f. Gjaldskrá fyrir húsnæði og fæðisgjald í búsetuúrræðum
  g. Gjaldskrá um akstursþjónustu eldri borgara
  h. Gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna
  i. Gjaldskrá vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks

 5. Lagt fram uppgjör velferðarsviðs janúar til júní 2020.

  Fylgigögn

 6. Lagt fram yfirlit yfir innkaup yfir milljón á velferðarsviði janúar til júní 2020.

  Fylgigögn

 7. Fram fer kynning aðgerðarhóps vegna Covid-19.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúarnir þakka fyrir kynningu á greiningu á þróun fjárhagsaðstoðar vegna Covid-19. Ljóst er að fjölgun verður umfram það sem áætlanir gera ráð fyrir. Mikilvægt er að halda áfram að vakta stöðuna og grípa til þeirra aðgerða sem nauðsyn krefur hverju sinni.

  Edda Ólafsdóttir, verkefnastjóri og Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 8. Lagt fram minnisblað og fram fer kynning á samræmdri móttöku fyrir alla flóttamenn.

  Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu á þeirri greiningarvinnu sem hefur átt sér stað á velferðarsviði og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna málefna þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd á Íslandi. 

  Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri, Edda Ólafsdóttir, verkefnastjóri, Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sabine Leskopf, Renata Emilsson Peskova, Achola Otieno og Hildur Björnsdóttir, fulltrúar úr fjölmenningarráði taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 9. Velferðarráð leggur fram svohljóðandi tillögu: 

  Velferðarráð felur velferðarsviði að óska eftir viðræðum við Félagsmálaráðuneytið á grundvelli þeirrar samningsfyrirmyndar sem kynnt var á fundinum. Ráðið telur mjög mikilvægt að tekið verði ríkara tillit til þjónustuþátta eins og húsnæðismála, ráðgjafar og þjónustu vegna barna og unglinga, s.s. þjónustu skóla- og frístundasviðs, íþrótta- og tómastundasviðs, barnaverndar og ráðgjafa á þjónustumiðstöðvum. Velferðarráð minnir á mikilvægi þess að taka vel á móti öllum nýjum íbúum borgarinnar og þá sérstaklega umsækjendum um alþjóðlega vernd sem setjast að í Reykjavík og tryggja farsæla móttökuþjónustu og stuðla að velferð einstaklinga og fjölskyldna og aðstoð við félagslega þátttöku. Samanber stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Enn fremur telur velferðarráð mikilvægt að samningurinn verði afturvirkur frá 1. janúar 2020, hið minnsta.

  Samþykkt.

 10. Velferðarráð leggur fram svohljóðandi tillögu: 

  Velferðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra að kanna möguleika á því að starfrækja áfram úrræði fyrir heimilislausar konur, sem nú er starfrækt í samstarfi við ríkið sem viðbragð við aðstæðum af völdum Covid-19. Annað hvort verði núverandi staðsetning skoðuð eða önnur og þá með hvaða hætti áframhaldandi samstarfi við ríkið geti verið háttað. Þá verði sérstaklega til skoðunar hvort það megi taka umrætt úrræði inn í verkefnið um húsnæði fyrst.

  Samþykkt. 

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúa Flokks fólksins finnst afar mikilvægt að áfram verði starfrækt úrræðið Brim fyrir heimilislausar konur. Skýlið var sett á laggirnar sem viðbragð við Covid-19 þar sem ljóst var að ekki var hægt að virða tveggja metra reglu í Konukoti. Hætt var við lokun þegar smitum tók að fjölga aftur. Til stendur að bjóða þeim sem þar eru núna sjálfstæða búsetu samkvæmt „housing first“.  Hugmyndafræðin „housing first“ felur í sér fjölbreytt heimilisúrræði s.s neyðarskýli, áfangaheimili, búsetukjarna, smáhýsi eða eigin íbúð, með mjög miklum stuðningi, yfir í sjálfstæða búsetu. Markmiðið til lengri tíma er að fólk eignist sitt eigið heimili.  Úrræðið Brim hefur þá sérstöðu að starfsfólk er á vakt allan sólarhringinn og hentar það sumum betur þegar tekin eru fyrstu skrefin frá því að vera heimilislaus yfir í að eignast heimili.