Fundur nr. 204

Skóla- og frístundaráð

Ár 2021, 25. mars, var haldinn 204. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst kl. 11.02.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Skúli Helgason formaður (S), Alexandra Briem (P), Elín Oddný Sigurðardóttir (V), Geir Finnsson (C), Marta Guðjónsdóttir (D), Valgerður Sigurðardóttir (D) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Anna Metta Norðdahl, starfsfólk í leikskólum; Brynjar Bragi Einarsson, Reykjavíkurráð ungmenna; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar; Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum; Magnús Þór Jónsson, skólastjórar í grunnskólum og Ragnheiður Davíðsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum. Auk þeirra eftirtalinn starfsmaður skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Eygló Traustadóttir, Guðrún Edda Bentsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Hanna Halldóra Leifsdóttir, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir.

Eygló Traustadóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist: 
  1. Fram fer umræða um stöðu mála í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík vegna Covid-19. SFS2020010206

    -    Kl. 11.20 tekur Ragnheiður E. Stefánsdóttir sæti á fundinum. 

    Fulltrúi leikskólastjóra leggur fram svohljóðandi bókun:

    Leikskólastjórar og leikskólakennarar harma að leikskólastigið sé eina skólastigið sem skilið er eftir, að engar takmarkanir hafi verið settar á starfsemi leikskóla vegna hertra aðgerða stjórnvalda. Mikilvægi leikskólastigsins fyrir framlínustarfsfólk er ómumdeilt, en hægt hefði verið að halda leikskólum opnum með lágmarksstarfsemi fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Stjórnendur benda á, að þessi mikilvægi hópur, starfsmenn leikskóla, sem heldur úti skólastarfi þegar öðrum skólastigum er gert að loka sínum skólum er einungis í áttunda sæti af níunda af skilgreindum forgangshópum að fá bólusetningu gegn Covid-19. Skorað er á stjórnvöld í Reykjavík að ganga lengra en tilmæli sóttvarnarlæknis kveða á um.

Fundi slitið klukkan 12:13