Fundur nr. 15

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

Ár 2021, þriðjudagur, 13. apríl, var haldinn 15. fundur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Þorkell Heiðarsson, Ásta Katrín Hannesdóttir, Björn Gíslason, Hrönn Vilhjálmsdóttir og Eve Alice Lucienne Leplat. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist: 
 1. Fram fer kynning á verkefninu Íþróttastarf eldri borgara í Fylkisseli. 

  Arna Hrönn Aradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.  

 2. Fram fer umræða um styrkjapottinn Borgin okkar 2021 – hverfin. 

  Fylgigögn

 3. Lögð fram tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 18. mars 2021 um umferðaröryggsaðgerðir 2021. 

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. apríl 2021 vegna skipulags- og matslýsingar fyrir Hólmsheiði 2. áfanga. 

  Fylgigögn

 5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 17:32