FUNDARGERÐ STJÓRNAR STRÆTÓ BS. 

338. fundur
Föstudaginn 9. apríl 2021 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 11:00.

Mætt voru:
Hjálmar Sveinsson (HS) , Margrét Friðriksdóttir (MF), Ásgeir Sveinsson (ÁS), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Gunnar Valur Gíslason (GVG) og Helga Ingólfsdóttir (HI)
Fundinn sat einnig Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Sigríður Harðardóttir (SH), sviðstjóri mannauðs- og gæðamála. 

Dagskrá fundar:
1.    Ársreikningur 2020.  
2.    Innri endurskoðun fyrir árið 2021.
3.    Útvistunarmál.
4.    Aðgengi fatlaðs fólks að almenningssamgöngum.
5.    Tilraunaverkefni vegna auglýsinga inni í vögnum. 
6.    Ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk. 
7.    Önnur mál.
a.    Vinnutímastytting vaktavinnufólks.

Tekið fyrir: 

1.    Ársreikningur 2020
Elísa Kristmannsdóttir, deildarstjóri fjármála, kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Strætó fyrir árið 2020.
Sturla Jónsson, endurskoðandi hjá Grant Thornton, fór yfir endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Strætó 2020.
Lárus Ögmundsson, formaður endurskoðunarnefndar Strætó, kynnti umsögn nefndarinnar dags. 06.04.2021 um ársreikning Strætó 2020. 
Stjórn samþykkir ársreikninginn sem verður áritaður rafrænt í kjölfar fundarins.

2.    Innri endurskoðun fyrir árið 2021
Fyrir fundinum lá ráðningarbréf vegna innri endurskoðunar fyrir árið 2021 frá Deloitte endurskoðun. Stjórn samþykkir ráðningarbréfið, stjórnarformaður áritar ráðningarbréfið fyrir hönd stjórnar. 

3.    Útvistunarmál
Áframhaldandi umræða um útvistunarmál. Umræðum framhaldið á næsta stjórnarfundi.

4.    Aðgengi fatlaðs fólks að almenningssamgöngum
Fyrir fundinum lá greinargerð frá framkvæmdastjóra varðandi aðgengi fatlaðs fólks að almenningssamgöngum.

5.    Tilraunaverkefni vegna auglýsinga inni í vögnum
Framkvæmdastjóri kynnti hugmynd að tilraunaverkefni um sölu auglýsinga inni í vögnum. Stjórn samþykkir tilraunaverkefnið sem er til eins árs. 

6.    Ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk
Erlendur Pálsson, sviðstjóri Pant, kynnti niðurstöður þjónustukönnunar sem gerð var meðal notenda Pant.
Erlendur kynnti einnig hugmynd að tilraunaverkefni í eitt ár til að auka nýtingu bifreiðar í akstursþjónustunni og samþykkti stjórn fyrir sitt leyti að til prufu yrði pöntunarþjónusta í Mosfellsdal notuð og málið unnið áfram með fulltrúa Mosfellsbæjar.
Erindi frá Hópbílum var lagt fram til kynningar.

7.    Önnur mál
a.    Framkvæmdastjóri kynnti vinnu við útfærslu á vinnutímastyttingu vaktavinnufólks hjá Strætó. 
b.    Fyrirspurn frá fulltrúa Hafnarfjarðar varðandi ábendingar viðskiptavina varðandi leið 19. Fundað hefur verið viðkomandi verktaka varðandi þær.
c.    Fyrirspurn varðandi sérstakt framlag vegna Covid tekjufalls frá ríkinu.
d.    Ábending frá fulltrúa Mosfellsbæjar vegna tillagna frá hópi áhugafólks um samgöngur (ÁS).

Fylgiskjöl:
Ársreikningur Strætó  2020
Kynning á ársreikningi 2020
Þjónustukönnun meðal notenda Pant akstursþjónustu.

Fundi slitið kl. 13:00.


____________________________        _____________________________    
Hjálmar Sveinsson                 Margrét Friðriksdóttir

_____________________________        _____________________________
Helga Ingólfsdóttir                Ásgeir Sveinsson

_____________________________        _____________________________
Sigrún Edda Jónsdóttir                Gunnar Valur Gíslason