föstudagur, 19. júlí 2019

Reykjavíkurborg efnir til opins útboðs um byggingarrétt á lóðum í Úlfarsárdal.  Lausar lóðir eru bæði í grónari hluta hverfisins og á nýju svæði við Leirtjörn.

  • Úlfarsárdalur

Um er að ræða 32 lóðir og 102 íbúðir í hverfinu og rennur Tilboðsfrestur á lóðunum út kl. 12.00 þann 29. ágúst 2019.

Mikil uppbygging á sér stað í Úlfarsárdal. Mikill kraftur er í smíði íbúða og neðst í hverfinu reisir Reykjavíkurborg glæsilegt mannvirki sem hýsa mun skóla, leikskóla, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttamannvirki.

Úlfarsárdalur býður gott aðgengi að fjölbreyttum útivistar- og náttúrusvæðum með einstöku samspili fjallsins, dalsins og árinnar. Gróður við Leirtjörn mun taka mið af aðstæðum en við bakka tjarnarinnar verður leitast við að endurheimta náttúrlegt gróðurlendi. Við Leirtjörn verður útivistarstígur sem tengist stígakerfi Úlfarsfells.

Skoða nánari upplýsingar um lóðaútboðið.

Tilboð verða opnuð 29. ágúst nk., sama dag og tilboðsfrestur rennur út, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Til að stytta nauðsynlega viðveru bjóðenda verða tilboð opnuð á eftirfarandi tímum:

Tilboð í fjölbýlishús verða opnuð frá kl. 14.00

Tilboð í raðhús verða opnuð frá kl. 14.15

Tilboð í tvíbýlishús verða opnuð frá kl. 14.30

Tilboð í parhús verða opnuð klukkan frá kl. 14.45

Tilboð í einbýlishús verða opnuð frá kl. 15.00

Hæstbjóðandi eða umbjóðandi hans skulu vera á staðnum og staðfesta tilboð sín og ganga frá tilboðstryggingu að upphæð 100.000 kr.

Skila þarf undirrituðum tilboðum á eyðublöðum sem eru hér á þessari síðu.  Tilboð skulu vera í lokuðu umslagi merkt viðkomandi lóð. Eingöngu skal vera eitt tilboð í hverju umslagi. Tekið er við tilboðum í móttöku ráðhúss Reykjavíkur að Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík. Lokafrestur til að skila tilboði er kl. 12.00 miðvikudaginn 29. ágúst 2019.