þriðjudagur, 1. desember 2020
Kveikt var á jólaljósunum á íslenska jólatrénu á Tinghúsvöllinum í Þórshöfn þann 28. nóvember síðastliðinn.
Þetta er í áttunda sinn sem Reykjavíkurborg færir Þórshafnarbúum tré að gjöf sem þakklætisvott fyrir frændsemi þjóðanna tveggja.
Tréð er 12 metra hátt sitkagreni og var fellt á skógræktarsvæði Skógræktar Reykjavíkur á Elliðavatnsheiðinni í Heiðmörk um miðjan nóvember sl.
Eimskip sá um flutning trésins til Færeyja.
Vegna heimsfaraldurs var ekki efnt til viðburðar á Tinghúsvöllinum að þessu sinni en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sendi Þórhafnarbúum rafræna jólakveðju.