fimmtudagur, 26. nóvember 2020

Innköllun á Himnesku lífrænu hvítu tahini 250gr. vegna þess að sesamfræ sem notuð voru við framleiðslu matvælanna innihalda varnarefnið ethylen oxíð sem óheimilt er að nota við framleiðslu matvæla. 

  • Himneskt lífrænt hvítt tahini.

Sesamfræin, sem um er að ræða eiga uppruna sinn á Indlandi.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna matvælin sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki

Himneskt.

Vöruheiti

Lífrænt Hvítt Tahini.

Strikamerki

5690350060028.

Nettómagn

250 g.

Best fyrir dagsetning

31.05.2023.

Lotunúmer

L3220112.

Innflytjandi

Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.

Dreifing

Bónus, Hagkaup, Stórkaup og Kaupfélag Skagfirðinga.

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530 5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori@adfong.is.