þriðjudagur, 11. maí 2021

Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs voru veitt við hátíðlega athöfn á MenntaStefnumóti í Hörpu í gær. Þau koma í hlut átta nýbreytni- og þróunarverkefna í borginni. Fjögur samstarfsverkefni fengu einnig sérstaka viðurkenningu. 

 • Árbæjarskóli fékk hvatningarverðlaun fyrir verkefnið „Á toppinn, hvernig lifa á af í óbyggðum“.
 • Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð - samstarfsverkefni frístundamiðstöðvanna Ársels, Gufunesbæjar, Miðbergs, Kringlumýri og Tjarna
 • Það þarf þorp samstarfsverkefni allra stofnana sem vinna með börnum og ungmennum í Bakkahverfi; leikskólana Borgar og Bakkaborga
 • Kjólar og kynusli sem unnið var á frístundaheimilinu Simbað sæfara undir umsjón Bryngeirs Bryngeirssonar.
 • Austur-Vestur - samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla.
 • Leikskólinn Kvistaborg fær hvatningarverðlaun fyrir Listrænt ákall til náttúrunnar – LÁN.
 • Austurbæjarskóli fær hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Plánetur og geimskutlur; vaxtarsproti samþættingar í kennslu
 • Frístundaheimilið Eldflaugin fær hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Stúdíó Eldflaugin.
 • Félagsmiðstöðin Hólmasel fær hvatningarverðlaun fyrir kynfræðslu í Seljahverfi
 • Leikskólinn Bakkaborg fékk viðurkenningu fyrir samstarfsverkefnið Það þarf þorp
 • Leikskólinn Borg fær hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Það þarf þorp… en skólinn heftur haft frumkvæði að þessu samstarfsverkef
 • Háteigsskóli fékk hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Sjálfsþekking í þágu náms sem byggir á hugmyndafræði markþjálfunar.
 • Frístundaheimilið Selið fær hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Stafræn frístund sem hverfist um 21. aldar foreldrasamskipti.
 • Leikskólinn Kvistaborg fær hvatningarverðlaun fyrir Listrænt ákall til náttúrunnar – LÁN. Markmið verkefnisins er að börnin starfi með ólíka listmiðla og listamönnum og tengist náttúrunni í gegnum listsköpun sína.
 • Leikskólinn Borg fær hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Það þarf þorp… en skólinn heftur haft frumkvæði að þessu samstarfsverkefni í Bakkahverfinu í Breiðholti. Verkefnið miðar að því að breyta vinnubrögðum, kennslu og samstarfi alls skóla- og frístundastarfs í hverfinu með það að markmiði að breyta ímynd hverfisins og mæta betur þörfum allra barna.
 • Austurbæjarskóli fær hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Plánetur og geimskutlur; vaxtarsproti samþættingar í kennslu sem unnið var í 3. bekk og felst í því að tengja félagsfærni, leiðsagnarnám og vaxtarhugarfar og samþætta nám í fleiri námsgreinum um himingeiminn.
 • Árbæjarskóli fær hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Á toppinn sem er valgrein á unglingastigi þar sem nemendur fara með kennurum í fjallgöngur. Á göngunni takast nemendur á við ýmsar hindranir og áskoranir og þurfa að horfast í augu við eigin viðhorf og hugarfar. Fjallið er lífið sjálft og ferðalagið nám í lífsleikni.
 • Háteigsskóli fær hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Sjálfsþekking í þágu náms þar sem unnið er með markþjálfun á unglingastigi. Markmiðið er að styðja við nemandann svo að hann læri að taka ábyrgar og upplýstar ákvarðanir í eigin lífi.
 • Frístundaheimilið Selið fær hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Stafræn frístund sem hverfist um 21. aldar foreldrasamskipti. Unnið hefur verið markvisst og á framsækin hátt með hlaðvarp, kvikmyndagerð og ljósmyndun.
 • Félagsmiðstöðin Hólmasel fær hvatningarverðlaun fyrir kynfræðslu í Seljahverfi sem hefur síðastliðin þrjú ár farið fram sem tilraunaverkefni undir handleiðslu Jafnréttisskóla Reykjavíkur.
 • Frístundaheimilið Eldflaugin fær hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Stúdíó Eldflaugin.
  Börnin hafa tekið þátt í metnaðarfullri kvikmyndaframleiðslu sem náði hámarki með frumsýningu í Bíó Paradís.  

Hvatningarverðlaunin eru í formi verðlaunagrips, myndverki eftir Einar Baldursson listamann á Sólheimum.
Hér má skoða myndband um verðlaunaverkefnin. 

Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir fjögur samstarfsverkefni;

 • Það þarf þorp - samstarfsverkefni allra stofnana sem vinna með börnum og ungmennum í Bakkahverfi; leikskólana Borgar og Bakkaborgar, Breiðholtsskóla, frístundaheimilisins Bakkasels og félagsmiðstöðvarinnar Bakkans.
 • Austur-Vestur - samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla.
 • Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð - samstarfsverkefni frístundamiðstöðvanna Ársels, Gufunesbæjar, Miðbergs, Kringlumýri og Tjarnarinnar.
 • Kjólar og kynusli sem unnið var á frístundaheimilinu Simbað sæfara undir umsjón Bryngeirs Bryngeirssonar.

Markmið verðlauna að vekja athygli á gróskumiklu starfi

Öll verkefnin sem hlutu hvatningarverðlaun og viðurkenningu hafa beina skírskotun til menntastefnu Reykjavíkurborgar og tengjast grundvallarþáttum hennar og leiðarljósum.

Markmið hvatningarverðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Þau eiga að veita starfsfólki hvatningu, ásamt því að viðhalda og stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi. Þá eru þau viðurkenning á vel unnu verki og staðfesting þess að starfið sé fyrirmynd annarra.