18.01.2021
Kostnaðarauki við styttingu vinnuvikunnar er vegna vaktavinnu
Áætlaður kostnaðarauki Reykjavíkurborgar vegna styttingar vinnuvikunnar er tilkominn vegna styttingar hjá vaktavinnufólki þar sem bæta þarf við mannafla til að tryggja mönnun.
15.01.2021
Öflugri frístundir í Breiðholti
Frístundir í Breiðholti er nýtt tilraunaverkefni sem snýst um að auka þátttöku íbúa hverfisins í íþrótta- tómstundastarfi og auka lýðheilsu í hverfinu.
15.01.2021
Nýtt grasæfingasvæði í Úlfarsárdal
Nýtt grasæfingasvæði fyrir knattspyrnuiðkun verður útbúið á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal. Þar verða tveir æfingavellir.
15.01.2021
Lausnir á áskorunum í samfélaginu
Frestur til að skila inn umsóknum í Snjallræði viðskiptahraðal lýkur þann 17. janúar nk. Valin verða allt að átta frumkvöðlateymi til þátttöku í Snjallræði, átta vikna viðskiptahraðli sem einblínir á samfélagslegar lausnir og hefur göngu sína þann 1. febrúar nk.
15.01.2021
Félagsstarf og matarþjónusta opna á ný
Nú getur eldra fólk í Reykjavík aftur sótt félagsstarf og borðað í mötuneytum borgarinnar. Áfram verður ítrustu sóttvarna gætt, með tveggja metra reglu og grímuskyldu.
15.01.2021
Zajęcia rekreacyjne w Breiðholt
Zajęcia rekreacyjne w Breiðholt to nowy projekt pilotażowy, którego celem jest zachęcenie mieszkańców dzielnicy do większego zaangażowania się w zajęcia sportowe i rekreacyjne w okolicy, a tym samym wzmocnienie programu zdrowia publicznego oferowanego w Breiðholt.
15.01.2021
Þrjú teymi valin til að hanna göngugötur
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur valið þrjú þverfagleg og skapandi teymi til að taka þátt í mótun göngugötuhluta Laugavegar, Vegamótastígs og Skólavörðustígs með þarfir notenda og rekstraraðila í fyrirrúmi. Teymin munu hanna götuna í samvinnu við samræmingarhönnuð verkefnisins 9 skref, DLD – Dagný Land Design ásamt því sem M/studio heldur utan um hönnunarspretti og samráð við hagsmunaaðila göngugatnanna.
14.01.2021
Bókmenntir fæðast í fjörum
Rithöfundurinn Valur Gunnarsson var nýverið valinn til að taka þátt í fjar-gestavinnustofu hjá The National Centre For Writing í Norwich, sem er líkt og Reykjavík ein af Bókmenntaborgum UNESCO.
14.01.2021
Iðnó til leigu – ertu með góða hugmynd?
Reykjavíkurborg auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu undir menningarstarf og annað sem styður við starfsemi þess og eykur líf í húsinu.
13.01.2021
Breiðholtið með flestar hugmyndir – Hverfið mitt 2020
Hverfið mitt 2020 hugmyndasöfnun er nú haldin níunda árið í röð og hefur gengið vel. Mikil aðsókn hefur verið á vefinn hverfidmitt.is en alls hafa 55.000 manns heimsótt vefinn