Umsóknir í forvarnarsjóð verða síðar en verið hefur undanfarin ár.  Endurskoða á reglur og skipulag sjóðsins og ákvörðun um nýtt fyrirkomulag ætti að liggja fyrir innan tíðar. 

Almennt um sjóðinn

Hlutverk Forvarnasjóðs Reykjavíkur er að stuðla að forvörnum og efla félagsauð í hverfum Reykjavíkur. Markmið sjóðsins er að styrkja forvarnarverkefni í samræmi við forvarnastefnu Reykjavíkurborgar og veita einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til frumkvæðis og nýsköpunar. Í forvarnastefnunni er m.a. lögð áhersla á að bæta andlega líðan, heilsu og sjálfsmynd barna og unglinga og forvarnir gegn áhættuhegðun. Hlutverk sjóðsins er jafnframt að vinna að eflingu félagsauðs og stuðla að hvers kyns framförum í hverfum borgarinnar.
 

Ferli umsóknar

Allar styrkumsóknir sem ganga þvert á hverfi borgarinnar eru lagðar fyrir samráðshóp um forvarnir í Reykjavík og til umsagnar og samþykktar í velferðarráði. Umsóknir um verkefni í einstökum hverfum fara fyrir hverfisráð til samþykktar. Allir umsækjendur fá skriflegt svar þegar niðurstöður um úthlutun liggja fyrir.

Úthlutunarreglur Forvarnasjóðs Reykjavíkur
Rafræn umsókn á Mínum síðum (Rafræn Reykjavík)
Eyðublað fyrir greinargerð um ráðstöfun styrkfjár
Merki borgarinnar til að setja á kynningarefni


Fyrirspurnir eða ábendingar

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur umsjón með sjóðnum. Senda má fyrirspurnir á netfangið forvarnarsjodur@reykjavik.is.

Upplýsingar um styrki í einstökum hverfum borgarinnar veita framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðva velferðarsviðs.