
Netfang:
Stjórnmálaflokkur:
Varaborgarfulltrúi
Ég er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur og á börnin Völu Lovísu og Emil Örn. Við fjölskyldan höfum mjög gaman að því að ferðast innanlands og gistum þá helst í tjaldi. Ég hef mikinn áhuga á hlutverkaspilum og borðspilum og hef spilað með sama hópnum frá árinu 2012. Einnig hef ég verið að æfa bardaga með víkingafélaginu Rimmugýg.
2018- Efling stéttarfélag. Ég var kjörinn í stjórn Eflingar í vor og sit einnig í stjórn sjúkrasjóðs Eflingar
2017-2018 Kerfi fyrirtækjaþjónusta. Verkstjóri
2015-2016 Leikskólinn Múlaborg. Leiðbeinandi
2009-2014 Fosshótel/Íslandshótel. Ýmis þjónustustörf
2008-2009 TNT hraðflutningar. Bílstjóri
2006-2008 SS Verktak. Jarðvinna
2001-2014 Hraunberg ehf. Þjónusta/vaktstjórn
2017- Háskólinn á Akureyri. Kennarafræði
2009-2014 Háskóli Íslands. Guðfræði. Langt kominn með BA-gráðu
2006-2008 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut
2004-2006 Menntaskólinn Hraðbraut. Lagði stund á nám á málabraut
Fulltrúar Sósíalistaflokksins bjóða upp á viðtöl í Tjarnargötu 12 alla mánudaga milli kl. 13 og 14:30. Vinsamlegast hafið samband til að panta tíma í gegnum netfangið sanna@reykjavik.is.